Þarftu bíl fyrir reksturinn?

Létt býður upp á alhliða lausnir þegar kemur að rekstri á bílaflota fyrirtækja, allt frá rekstrarleigu á einstaka bílum til flotastjórnunar á öllum bílaflotanum.

Hafðu samband

Rekstrarleiga

Létt býður rekstrarleigu á nýjum bílum til lögaðila. Í rekstrarleigu Létt fær fyrirtækið nýjan bíl til umráða í 1-3 ár, gegn föstu mánaðargjaldi. Leigutaki losnar við alla fjárbindingu og endursöluáhættu – bílnum er einfaldlega skilað við lok leigutíma. Velja má um tvær leiðir.

Leið A

› Greiðsla fyrir afnot
› Smur- og þjónustueftirlit
› 20.000 km akstur
 

Leið B

› Sama og leið A
› Bifreiðagjöld
› Vátryggingar
› Dekkjaskipti

AKA

AKA er dótturfélag Létt og  hefur allt frá stofnun árið 1965 sérhæft sig í leigu á atvinnubílum til sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja. AKA býður atvinnubíla í rekstrar- eða árshlutaleigu. AKA leigan er sérsniðin að stærri fyrirtækjum eða sveitarfélögum með árstíðarbundnar sveiflur í bifreiðaþörf.

Flotastjórnun

Létt býður fyrirtækjum að hagræða í rekstri með því að úthýsa rekstri bílaflotans. Létt metur bifreiðaþörf og kappkostar við að lágmarka kostnað viðskiptavina með flotastýringu. Viðskiptavinir Létt geta nýtt sér ökurita til að hafa eftirlit með notkun á sínum bílaflota.