
Vísir
Nýlegt á Vísi
Stjörnuspá
15. apríl 2025
Ef þú ert að reyna við eitthvað nýtt er skynsamlegt að fara varlega og taka aðeins eitt skref í einu.

Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu
Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á þrettán kílóum af kókaíni. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og var hann á leið til landsins frá Frakklandi. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir sérstakt að finna svo mikið magn fíkniefna í handfarangri.

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis.

Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna
Hljómsveitin Skandall, fulltrúi Menntaskólans á Akureyri, bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldskólanna 2025 sem fór fram á laugardaginn. Keppnin fór fram í Háskólabíói.

McIlroy klæddi sig loksins í græna jakkann
Rory McIlroy klæddi sig loksins í græna jakkann sem hann hefur þráð svo lengi, eftir sigur í bráðabana á Masters-mótinu í gærkvöldi.

Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti
Rúm 80 prósent þjóðarinnar vilja að veiðigjöld taki mið af raunverulegu aflaverðmæti. Það eru niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir félagasamtökin Þjóðareign. Þar var spurt hversu hlynnt eða andvígt fólk væri því að útgerðin greiði gjald sem taki mið af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum.

Sveinn snýr aftur til starfa hjá Arctica Finance sem greinandi
Sveinn Þórarinsson, sem hefur verið sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu undanfarin ár, er að snúa aftur til Arctica Finance þar sem hann mun taka til starfa sem greinandi fyrir markaðsviðskipti verðbréfafyrirtækisins.

Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres
„Þetta er einstakur kostur fyrir íslenska ökumenn. Við þekkjum íslenskar aðstæður og vegakerfi vel. Með þessari tryggingu viljum við veita fólki aukið öryggi og ró á veginum,“ segir Anton Smári, framkvæmdastjóri MAX1 en Hakka Trygging® fylgir öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres.